Landslið
KSÍ - Alltaf í boltanum

Vináttulandsleikur gegn Íran 10. nóvember

Leikið verður á Azadi vellinum í Teheran

11.10.2009

Knattspyrnusambönd Írans og Íslands hafa náð samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik þann 10. nóvember næstkomandi.  Leikið verður á Azadi vellinum í höfuðborg Írans, Teheran.  Þetta er í fyrsta skipti sem að landsleikur í knattspyrnu fer fram á milli þessara þjóða.

Leikdagurinn 10. nóvember er ekki alþjóðlegur leikdagur en frá Íran fer íslenska landsliðið til Lúxemborg þar sem leikinn verður vináttulandsleikur við heimamenn, laugardaginn 14. nóvember.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög