Landslið

U19 landslið karla

Sigur gegn Búlgaríu hjá U19 karla - 12.10.2009

Strákarnir í U19 léku í dag síðasta leik sinn í undankeppni fyrir EM en riðill þeirra var leikinn í Bosníu.  Íslenska liðið lék gegn Búlgaríu og unnu góðan sigur með þremur mörkum gegn tveimur eftir að hafa verið undir í hálfleik, 1 – 2. 

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla mætir Búlgörum í dag - Byrjunarliðið tilkynnt - 12.10.2009

Strákarnir í U19 karla mæta Búlgörum í dag en leikurinn er lokaleikur liðsins í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Bosníu.  Með sigri getur íslenska liðið tryggt sér sæti í milliriðlum en verður þá að treysta á að Norður Írar vinni ekki sigur á heimamönnum. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Ísland - Suður Afríka þriðjudaginn 13. október kl. 18:10 - 12.10.2009

Ísland tekur á móti Suður Afríku á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 13. október og hefst leikurinn kl. 18:10.  Miðasala á þennan vináttulandsleik er í fullum gangi í miðasölukerfi hjá midi.is og á leikdag opnar miðasala á Laugardalsvelli kl. 12:00. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðar fyrir handhafa A passa á Ísland - Suður Afríka - 12.10.2009

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Suður Afríka afhenta mánudaginn 12. október frá kl. 12:00 - 16:00 og þriðjudaginn 13. október frá 09:00 - 12:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis. 

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Gylfi Þór inn í hópinn fyrir Norður Íra leikinn - 12.10.2009

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur bætt Gylfa Þór Sigurðssyni inn í hópinn er mætir Norður Írum í undankeppni EM.  Leikurinn fer fram á Grindavíkurvelli, þriðjudaginn 13. október og hefst kl. 15:00.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög