Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Afríku í október 2009

Breytingar á landsliðshópnum - Landsliðið hélt til Íran í morgun

Leikið við Íran á þriðjudag og Lúxemborg á laugardag

7.11.2009

Landsliðshópurinn hélt í morgun áleiðis til Teheran en leikinn verður vináttulandsleikur við Íran næstkomandi þriðjudag.  Þaðan verður svo haldið til Lúxemborg sem verða mótherjarnir í vináttulandsleik á laugardaginn. 

Ólafur Jóhannesson hefur gert breytingar á hópnum en þeir Hermann Hreiðarsson og Pálmi Rafn Pálmason eru meiddir og Hallgrímur Jónasson er veikur.  Hópurinn sem mætir Íran telur þá 18 leikmenn en þeir Birkir Már Sævarsson og Garðar Jóhannsson bætast svo við hópinn er mætir Lúxemborg en þeir eru í hópnum er mætir Íran.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög