Landslið
Merki HM U17 karla í Nígeríu

Sviss heimsmeistari U17 karla

Leið þeirra að heimsmeistaratitlinum hófst hér á Íslandi

18.11.2009

Síðastliðinn sunnudag lauk Heimsmeistarakeppni U17 karla en úrslitakeppnin fór fram að þessu sinni í Nígeríu.  Það var Sviss sem kom mörgum á óvart og tryggði sér Heimsmeistaratitilinn eftir sigur á heimamönnum í úrslitaleik, 1 - 0.

Leið þeirra að þessum titili byrjaði hér á Íslandi í september 2008 en þá fór fram riðill í undankeppni fyrir EM 2009.  Áttust hér við Sviss, Noregur, Úkraína og Ísland.  Fór riðillinn þannig að Noregur og Sviss tryggðu sér sæti í millirðlum.  Sviss bar sigur úr býtum á Íslendingum, 1 - 2 en gerði svo markalaust jafntefli í hinum leikjunum báðum.  Þeir tryggðu sér svo sæti í úrslitakeppninni er fór fram í Þýskalandi í maí og lentu þar í 3 - 4 sæti sem gaf þátttökurétt á HM í Nígeríu.

Alls voru 12 leikmenn Sviss sem léku hér á landi sem voru einnig í heimsmeistaraliði Sviss í Nígeríu, þeirra á meðal Haris Seferovic sem að skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum gegn heimamönnum.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög