Landslið
EM U19 landsliða kvenna

Dregið í riðla hjá U17 og U19 kvenna í næstu viku

Fanndís Friðriksdóttir tekur við háttvísisverðlaunum frá UEFA fyrir hönd U19 kvenna

11.12.2009

Næstkomandi þriðjudag verður dregið í undankeppni U17 og U19 kvenna fyrir EM 2010/2011 og verður dregið í höfuðstöðvum UEFA.  Á miðvikudaginn verður svo dregið í milliriðla fyrir keppnir 2009/2010 þessara aldurflokka en Ísland er í pottinum hjá U19 kvenna.

Fanndís Friðriksdóttirk, fyrirliði U19 kvenna sem tók þátt í úrslitakeppninni í Hvíta Rússlandi í sumar, mun taka við háttvísisverðlaunum UEFA við þetta tilefni.  Fanndís mun einnig aðstoða UEFA við sjálfan dráttinn.

Þjóðunum er skipt í fjóra flokka fyrir dráttinn hjá U19 kvenna og er Ísland í þriðja flokki.  Riðlarnir verða skipaðir einni þjóð úr hverjum flokki og eru flokkarnir þannig skipaðir:

Flokkur A: Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Danmörk, Írland og Spánn

Flokkur B: Rússland, Noregur, Holland, Belgía, Ungverjaland og Svíþjóð

Flokkur C: Pólland, Sviss, Ísland, England, Aserbaíjan og Skotland

Flokkur D: Tékkland, Austurríki, Finnland, Bosnía-Hersegóvína, Tyrkland og Serbía


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög