Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Afríku í október 2009

Leikið við Kýpur 3. mars

Vináttulandsleikur þjóðanna sem fer fram á Kýpur

8.1.2010

Náðst hefur samkomulag á milli Knattspyrnusambands Íslands og Knattspyrnusambands Kýpurs um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik á Kýpur, miðvikudaginn 3. mars næstkomandi.

Kýpverjar hafa verið að sækja í sig veðrið að undanförnu og lögðu m.a. annars Búlgara í sínum síðasta leik á heimavelli í undankeppni fyrir HM 2010, 4 - 1.  Kýpur skipar 68. sæti á styrkleikalista FIFA.

Þetta er aðeins í þriðja skiptið sem þjóðirnar mætast en fyrst léku þjóðirnar á Kýpur árið 1991.  Þeim leik lauk með jafntefli, 1 – 1 og var það Þorvaldur Örlygsson sem skoraði mark Íslands.  Fimm árum síðar mættust þjóðirnar svo aftur og þá var leikið á Akranesvelli.  Íslendingar höfðu þar betur með tveimur mörkum gegn einu og voru það Guðmundur Benediktsson og Alexander Högnason sem skoruðu mörk okkar manna.  Þess má geta að ungur Eyjapeyji, Hermann Hreiðarsson, kom inná í þeim leik sem varamaður og lék þar með sinn fyrsta landsleik.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög