Landslið

A landslið karla

Kári kallaður í Kýpurhópinn - 24.2.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, gerði í dag eina breytingu á hópnum er mætir Kýpur í vináttulandsleik 3. mars næstkomandi en leikið verður á Kýpur.  Ólafur hefur valið Kára Árnason í hópinn og kemur hann í stað Hermanns Hreiðarssonar sem á við meiðsli að stríða. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi í undankeppni HM 17. september 2009

Tveggja marka tap gegn Bandaríkjunum á Algarve - 24.2.2010

Stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu hófu í dag leik á Algarve Cup og voru mótherjarnir Bandaríkin, sem eru í efsta sæti styrkleikalista FIFA.  Lokatölur urðu 2 - 0 Bandaríkjunum í vil eftir að staðan var markalaus í leikhléi.  Tvær vítaspyrnu fóru í súginn hjá íslenska liðinu í leiknum Lesa meira
 
Dómari leiks Íslands og Íralnds, Christine Beck frá Þýskalandi

Christine Beck dæmir Ísland - Bandaríkin - 24.2.2010

Það verður góðkunningi Íslendinga, þýski dómarinn Christine Beck, sem dæmir leik Íslands og Bandaríkjanna á Algarve Cup í dag.  Christine var við stjórnvölinn á eftirminnilegum leik Íslands og Írlands á köldu októberkvöldi árið 2008 en þá tryggði íslenska liðið sér sæti í úrslitakeppni EM í Finnlandi.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög