Landslið

Þóra B. Helgadóttir

Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal - 2.3.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Portúgal á miðvikudag.  Liðin mætast í leik um 9.-10. sætið á Algarve-mótinu og fer hann fram kl. 13:00 á aðalleikvangi svæðisins, Estadio Algarve, sama leikvangi og úrslitaleikur mótsins fer fram.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

Magnað jafntefli í Magdeburg - 2.3.2010

Strákarnir í U21 liðinu gerðu frábært jafntefli við Þjóðverja í Magdeburg í kvöld.  Leikurinn var í undankeppni EM og urðu lokatölur 2 - 2 eftir að staðan hafði verið 1 - 1 í leikhléi.  Þeir Kolbeinn Sigþórsson og Bjarni Þór Viðarsson sem skoruðu mörk íslenska liðsins.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Á 8. tug leikmanna á úrtaksæfingum - 2.3.2010

Á áttunda tug leikmanna frá félögum víðs vegar af landinu verða á úrtaksæfingum vegna U19 og U17 landsliðs karla um komandi helgi.  Æft verður í Kórnum, í Egilshöll og á Framvelli.  Um einn hóp er að ræða hjá U17, en æfingahópur U19 er tvískiptur.  Smellið hér að neðan til að skoða æfingahópana og nánari upplýsingar.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Byrjunarliðið klárt í Magdeburg - Textalýsing - 2.3.2010

Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Þjóðverjum í undankeppni EM.  Leikurinn hefst kl. 16:45 að íslenskum tíma og fer fram á MDCC vellinum í Magdeburg.  Fylgst verður með leiknum hér á síðunni með textalýsingu.

Lesa meira
 
2010-kypur-island-aefing2

Æft við góðar aðstæður í Limassol - 2.3.2010

A-landslið karla æfir við góðar aðstæður í Limassol á Kýpur fyrir vináttulandsleikinn gegn heimamönnum á miðvikdag.  Veður er gott, hlýtt en smá gola, aðstæður allar hinar bestu og góð stemmning í hópnum.  Leikurinn hefst kl. 16:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.  Ólafur Jóhannesson, þjálfari íslenska liðsins, mun tilkynna byrjunarliðið á leikdag.

Lesa meira
 
Nýliðarnir í hópnum á Algarve 2010.  Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Elínborg Ingvarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Mist Edvardsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir

Stelpurnar mæta heimamönnum á Algarve - 2.3.2010

A landslið kvenna leikur um 9.-10. sætið á Algarve-mótinu á miðvikudag og mætir þar heimamönnum, Portúgölum.  Leikurinn fer fram á aðalleikvanginum, Estadio Algarve, og hefst kl. 13:00.  Þýskaland og Bandaríkin leika til úrslita.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög