Landslið

FIFA - My game is fair play

Stelpurnar okkar fá prúðmennskuviðurkenningu - 3.3.2010

Íslenska kvennalandsliðið lauk keppni á Algarve-mótinu í dag þegar liðið lagði heimamenn í Portúgal með þremur mörkum gegn engu í leik um 9. sætið á mótinu.  Stelpurnar okkar hlutu síðan sérstaka viðurkenningu fyrir prúðmennsku.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Trinidad & Tobago

Þrjú sláarskot Íslands á Kýpur - 3.3.2010

Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í vináttulandsleik Íslendinga og Kýpverja, sem fram fór í larnaca á Kýpur í dag, miðvikudag.  Íslenska liðið lék vel í  leiknum og gaf fá færi á sér.  Þrjú sláarskot í seinni hálfleik sýndu að lítið vantaði upp á íslenskan sigur.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Öruggur þriggja marka sigur í leðjunni - 3.3.2010

Ísland og Portúgal mætast í A-landsliðum kvenna á Estadio Algarve í dag kl. 13:00, í leik um 9.-10. sætið á Algarve-mótinu.  Pórtúgalar eru vitanlega á heimavelli í þessum leik.  Smellið hér að neðan til að fylgjast með textalýsingu frá leiknum.

Lesa meira
 
Heiðar Helguson

Byrjunarlið Íslands gegn Kýpur í dag - 3.3.2010

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn við Kýpverja, sem fram fer á Antonis Papadopoulos-leikvanginum í Larnaca á Kýpur.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland í 91. sæti á FIFA-listanum - 3.3.2010

Ísland er í 91. sæti á styrkleikalista FIFA og Coca-Cola fyrir karlalandslið og hefur hækkað um þrjú sæti á listanum frá því í síðasta mánuði.  Mótherjar Íslands í vináttulandsleiknum í dag, Kýpverjar, eru í 66. sæti og hækka sig um tvö sæti frá fyrri mánuði.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög