Landslið
Fjalar Þorgeirsson

Landsliðshópurinn er mætir Færeyjum og Mexíkó

Hópurinn skipaður að mestu leikmönnum er leika hér á landi

5.3.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn er mætir Færeyjum og Mexíkó í vináttulandsleikjum í mars.  Leikurinn við Færeyjar fer fram í Kórnum, sunnudaginn 21. mars en leikið verður við Mexíkó í Charlotte í Bandaríkjunum, miðvikudaginn 24. mars.

Þar sem ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða þá er hópurinn að langmestu leyti skipaður leikmönnum sem leika hér á landi.  Fjórir nýliðar eru í hópnum að þessu sinni og sjö leikmenn hafa einungis leikið einn landsleik.  Tveir leikmenn af tuttugu manna hóp hafa leikið fleiri en 10 landsleiki, þeir Bjarni Guðjónsson og Gunnleifur Gunnleifsson.

Hópurinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög