Landslið

A landslið karla

Tvær breytingar á hópnum er mætir Færeyjum og Mexíkó - 17.3.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert tvær breytingar á hópnum er mætir Færeyjum og Mexíkó í vináttulandsleikjum á næstu dögum.  Þeir Kristinn Jónsson og Heimir Einarsson geta ekki verið með vegna meiðsla.  Í staðinn hafa verið valdir þeir Guðmundur Reynir Gunnarsson og Gunnar Örn Jónsson, báðir úr KR.

Lesa meira
 
Frá vináttulandsleik Íslands og Færeyja í Kórnum í mars 2008.  Ísland fór með sigur af hólmi, 3-0.

Ísland - Færeyjar í Kórnum á sunnudaginn kl. 12:00 - 17.3.2010

Ísland og Færeyjar mætast í vináttulandsleik í Kórnum á sunnudaginn og hefst leikurinn kl. 12:00.  Miðasala hefst í Kórnum kl. 11:00 á leikdag en ekki verður forsala miða á þennan leik.  Miðaverð er kr. 1.000 fyrir fullorðna, 17 ára og eldri en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög