Landslið
Byrjunarliðið í vináttulandsleik gegn Færeyjum í Kórnum 2010

Tveggja marka sigur í Kórnum

Íslendingar lögðu Færeyinga í Kórnum í vináttulandsleik

21.3.2010

Íslendingar lögðu Færeyingar í vináttulandsleik í dag og urðu lokatölur 2 - 0.  Bæði mörk leiksins komu í fyrri hálfleik þeir Matthías Vilhjálmsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslendinga og í leiðinni sín fyrstu landsliðsmörk.

Fyrsta mark leiksins kom á 10. mínútu og það var Matthías Vilhjálmsson sem að skallaði boltann í fjærhornið eftir virkiega góða sókn Íslendinga og fína fyrirgjöf frá Arnóri Sveini Aðalsteinssyni.  Kolbeinn Sigþórsson bætti svo við öðru marki á 37. mínútu, aftur eftir góða sókn og að þessi sinni fína fyrirgjöf frá Steinþóri Frey Þorsteinssyni.  Þannig var staðan þegar danski dómarinn, Claus Bo Larsen, flautaði fyrri hálfleikinn af og leikmenn gengu til búningsherbergja.

Mörg marktækifæri litu dagsins ljós í síðari hálfleik en ekkert fjölgaði mörkunum þó.  Íslenska liðið var töluvert sterkari aðilinn og skapaði sér mörg góð færi.  Kolbeinn og Óskar Örn Hauksson fengu bestu færin en Færeyingar fengu eitt dauðafæri þegar Símun Samuelsen skaut framhjá eftir varnarmistök íslenska liðsins.

Leikmenn íslenska liðsins halda svo utan síðar í dag, til Bandaríkjanna en á miðvikudaginn verður leikinn vináttulandsleikur við Mexíkó í Charlotte í Bandaríkjunum.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög