Landslið

A landslið kvenna

Mist inn í hópinn fyrir leikina gegn Serbíu og Króatíu - 23.3.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt breytingu á A landsliði kvenna sem mætir Serbum og Króötum nú í mars.  Erna B. Sigurðardóttir er meidd og í hennar stað hefur Mist Edvardsdóttir, KR, verið valin.

Lesa meira
 
Marki Matthíasar Vilhjálmssonar fagnað í vináttulandsleik gegn Færeyjum í mars 2010

Mörkin úr Ísland - Færeyjar - 23.3.2010

Hér má sjá mörkin tvö sem Íslendingar gerðu í vináttulandsleik gegn Færeyingum síðastliðinn sunnudag en leikið var í Kórnum.  Íslenski hópurinn er nú staddur í Bandaríkjunum en þar leikur liðið vináttulandsleik gegn Mexíkó á morgun, miðvikudag.

Lesa meira
 
Bank of America völlurinn í Charlotte

Mexíkó - Ísland í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport - 23.3.2010

Íslenska landsliðið er nú komið til Charlotte í Norður Karólínuríki Bandaríkjanna en á morgun, miðvikudag, verður leikinn vináttulandsleikur gegn Mexíkó á Bank of America vellinum.  Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 23:50 annað kvöld.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - 27 leikmenn boðaðir á úrtaksæfingar um helgina - 23.3.2010

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 27 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi og koma leikmennirnir frá 14 félögum.  Æfingarnar fara fram í Egilshöllinni og í Kórnum.

Lesa meira
 
U17kv2002-0007

U17 kvenna - Úrtakshópur við æfingar um helgina - 23.3.2010

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið úrtakshóp til æfinga um komandi helgi.  Þorlákur boðar 26 leikmenn á þessar æfingar og koma þeir frá 16 félögum.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og í Egilshöll.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög