Landslið

Birkir Bjarnason

Nýliðarnir vinsælir hjá fjölmiðlum - 27.5.2010

A-landslið karla æfði á Laugardalsvellinum síðdegis í dag, fimmtudag, og var æfingin opin fjölmiðlum til að taka viðtöl og myndir.  Nýliðarnir Birkir Bjarnason og Gylfi Sigurðsson voru vinsælir í viðtöl.  Aðstæður á Laugardalsvelli voru eins og best verður á kosið.

Lesa meira
 
Haraldur Freyr Guðmundsson (Mynd fengin að láni frá  keflavik.is)

Haraldur inn í hópinn fyrir Kristján Örn - 27.5.2010

Kristján Örn Sigurðsson hefur dregið sig út úr landsliðshópnum fyrir vináttulandsleikinn gegn Andorra á Laugardalsvelli á laugardag.  Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur valið Harald Frey Guðmundsson úr Keflavík í hópinn í stað Kristjáns.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Andorra

Andorra lék fyrsta landsleikinn 1996 - 27.5.2010

Knattspyrnulandslið Andorra lék sinn fyrsta opinbera leik árið 1996.  Liðið tók fyrst þátt í undankeppni stórmóts fyrir EM 2000 og var þá með Íslandi í riðli.  Andorra hefur aðeins unnið þrjá leiki á þessum tíma, gegn Hvíta-Rússlandi, Albaníu og Makedóníu.

Lesa meira
 
Ólafur Ingi Skúlason á heimavelli í Árbænum

Æft við góðar aðstæður á Fylkisvellinum í morgun - 27.5.2010

A landslið karla æfði á Fylkisvelli í Árbænum í morgun við fínar aðstæður.  Eins og fyrr hefur komið fram eru 10 leikmenn á U21 aldri í hópnum og því er mikill munur á meðalaldri yngra og eldra liðsins þegar skipt er í lið. 

Lesa meira
 
Árni Gautur Arason

Þrír sigrar og markatalan 8-0 - 27.5.2010

Ísland og Andorra mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á laugardag.  Þessar þjóðir hafa mæst þrisvar sinnum áður í A-landsliðum karla og hefur Ísland unnið alla leikina.  Samanlögð markatala í leikjunum þremur er 8-0 Íslandi í vil.

Lesa meira
 
Ólafur Ingi Skúlason

Fjórir leikmenn í lyfjapróf á æfingu í gær - 27.5.2010

A-landslið karla æfði á KR-vellinum í gær.  Góð stemmning er í hópnum og allir leikmenn klárir í slaginn gegn Andorra á laugardag.  Lyfjaeftirlitið mætti á æfinguna eins og oft tíðkast og voru fjórir leikmenn kallaðir í lyfjapróf.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög