Landslið

Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Byrjunarlið Íslands gegn Króatíu - 100 leikir hjá fyrirliðanum - 21.6.2010

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Króatíu í undankeppni HM.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 22. júní og hefst kl. 20:00.  Katrín Jónsdóttir fyrirliði er sem fyrr í byrjunarliðinu og leikur sinn hundraðasta landsleik. Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - 33 leikmenn á úrtaksæfingum um helgina - 21.6.2010

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt úrtakshóp sem verður við æfingar um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ og hefur Gunnar valið 33 leikmenn til þessara æfinga. Lesa meira
 
Katrín Jónsdóttir

Hundraðasti landsleikur Katrínar Jónsdóttur - 21.6.2010

Katrín Jónsdóttir  landsliðsfyrirliði, leikur sinn 100. landsleik gegn Króatíu þegar þjóðirnar mætast í undankeppni HM á Laugardalsvelli á morgun.  Katrín er leikjahæst allra landsliðskvenna frá upphafi og er annar íslenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu sem rýfur 100 leikja múrinn en Rúnar Kristinsson lék 104 landsleiki.

Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011

Svissneskir dómarar á leik Íslands og Króatíu - 21.6.2010

Það verða dómarar frá Sviss sem verða við stjórnvölinn á leik Íslands og Króatíu í undankeppni fyrir HM 2011 sem fram fer á Laugardalsvelli.  Leikurinn fer fram á morgun, þriðjudaginn 22. júní og hefst kl. 20:00.  Dómarinn heitir Esther Staubli og henni til aðstoðar verða löndur hennar, þær Eveline Bolli og Belinda Brem.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hópurinn hjá U16 kvenna - Norðurlandamótið í júlí - 21.6.2010

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið hóp sinn er tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku 5. - 10. júlí næstkomandi.  Hópinn skipa 18 leikmenn og koma þeir frá 12 félögum.  Ísland er í riðli með Finnlandi, Þýskalandi og Svíþjóð Lesa meira
 

Mót landsliða




Landslið




Aðildarfélög




Aðildarfélög