Landslið

Merki U21 karla

Ókeypis aðgangur á U21 landsleikinn í Krikanum - 9.8.2010

Ókeypis aðgangur er á leik U21 landsliða Íslands og Þýskalands, sem fram fer á Kaplakrikavelli á miðvikudag kl. 16:00.  Þarna er komið gullið tækifæri til að sjá helstu framtíðarstjörnur þessara þjóða eigast við. Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Yngri iðkendum boðið frítt á Ísland-Liechtenstein - 9.8.2010

KSÍ hefur ákveðið að bjóða yngri iðkendum aðildarfélaga sinna ókeypis aðgang að vináttulandsleik Íslands og  Liechtenstein sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 11. ágúst kl. 19.30. Lesa meira
 
Eyjólfur Sverrisson

Hjörtur út - Jósef inn - 9.8.2010

meiðsla Hjartar Loga Valgarðssonar hefur Eyjólfur Sverrison, þjálfari U21 landsliðs karla, ákveðið að kalla Jósef Kristin Jósefsson í hópinn sem leikur gegn Þjóðverjum á miðvikudag. Lesa meira
 
Kristján Örn Sigurðsson

Miðar fyrir handhafa A passa á Ísland - Liechtenstein á miðvikudag - 9.8.2010

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Ísland - Liechtenstein afhenta þriðjudaginn 10. maí frá kl. 09:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis.  Lesa meira
 
U17 landslið karla

Norðurlandamót U17 karla - Strákarnir höfnuðu í 5. sæti - 9.8.2010

Strákarnir í U17 luku leik á Norðurlandamótinu sem fram fór í Finnlandi með því að leggja Skota í leik um 5. sætið.  Eftir venjulegan leiktíma var staðan 1 - 1 og jafnaði Hjörtur Hermannsson úr vítaspyrnu þegar skammt var eftir af leiknum. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrtökumót stúlkna 13.-15. ágúst - 9.8.2010

Úrtökumót stúlkna 2010 fer fram að Laugarvatni dagana 13.-15. ágúst og eru stúlkur sem taka þátt í ár fæddar 1995.  Smellið hér að neðan til að skoða nánari upplýsingar, nafnalista, dagskrá og ýmislegt annað. Lesa meira
 
A landslið karla

Ólafur Páll í landsliðið í stað Steinþórs - 9.8.2010

Steinþór Freyr Þorsteinsson hefur dregið sig út úr landsliðshópnum fyrir vináttulandsleikinn við Liechtenstein á miðvikudag vegna meiðsla.  Í hans stað hefur Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari valið Ólaf Pál Snorrason.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög