Landslið

Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

1-1 jafntefli gegn Liechtenstein - 11.8.2010

Ísland og Liechtenstein mættust í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum í kvöld.  Leikurinn var heldur bragðdaufur og niðurstaðan 1-1- jafntefli.  Þetta var síðasti leikur íslenska liðsins fyrir undankeppni EM 2012, sem hefst með heimaleik við Norðmenn 3. september.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Þýskalands - Gylfi Sigurðsson með knöttinn

Draumkenndur dagur í Krikanum - 11.8.2010

Það var engu líkara en vel á fjórða þúsund áhorfendur leiksins væri að dreyma þegar þeir litu á markatöfluna í Kaplakrika í dag að loknum leik U21 landsliða Íslands og Þýskalands.  Strákarnir okkar unnu þar ótrúlegan en verðskuldaðan 4-1 sigur á ríkjandi Evrópumeisturunum og slógu þá þar með út úr keppninni. 

Lesa meira
 
Merki U21 karla

Byrjunarlið U21 karla gegn Þýskalandi - 11.8.2010

Byrjunarlið U21 landsliðs karla gegn Þýskalandi hefur verið tilkynnt, en liðin mætast í Kaplakrika í dag og hefst leikurinn kl. 16:15.  Eyjólfur Sverrisson stillir upp í 4-5-1 / 4-3-3 eins og hann hefur gert lengst af í keppninni.

Lesa meira
 
Eiður Smári í leik gegn Azerbaijan

Byrjunarlið Íslands gegn Liechtenstein í kvöld - 11.8.2010

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Liechtenstein, en liðin mætast í vináttuleik á Laugardalvellinum í kvöld og hefst hann kl. 19:30.  Uppstillingin er nokkuð hefðbundin, 4-5-1 / 4-3-3.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Lítt breyttur styrkleikalisti FIFA - 11.8.2010

Ísland situr áfram í 79. sæti á lítið breyttum styrkleikalista FIFA fyrir karlalandslið, sem gefinn var út í dag.  Mjög lítið er um breytinga rá listanum, enda afar fáir leikir sem fara fram í mánuðinum eftir úrslitakeppni HM.

Lesa meira
 
Marki Matthíasar Vilhjálmssonar fagnað í vináttulandsleik gegn Færeyjum í mars 2010

Íslendingar erlendis geta séð A-liðið á SportTV.is - 11.8.2010

SportTV.is hefur náð samkomulagi við Sport Five og Stöð 2 Sport um að streyma útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar frá landsleik Íslands og Liechtenstein, sem hefst klukkan 19:30 í kvöld, út fyrir landssteinana. Lesa meira
 
Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!

Tvíhöfði - A og U21 landslið karla leika í dag - 11.8.2010

Það verður landsleikjatvíhöfði í dag, miðvikudag, þar sem A og U21 landslið karla eru bæði í eldlínunni.  U21 karla ríður á vaðið kl. 16:15 með leik sínum við Þjóðverja í undankeppni EM 2011 og fer sá leikur fram á Kaplakrikavelli.  Á Laugardalsvelli mætast síðan A landslið Íslands og Liechtenstein í vináttulandsleik sem hefst kl. 19:30. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög