Landslið

Ólína G. Viðarsdóttir lék sinn 25. landsleik gegn Bandaríkjunum á Algarve Cup 2009

A-passar gilda inn á leikinn á laugardag - 19.8.2010

Handhafar A-passa frá KSÍ þurfa ekki að sækja miða á landsleik Íslands og Frakklands á laugardag, heldur dugar að sýna passann við innganginn á völlinn.  Frjálst sætaval er á leiknum, sem hefst kl. 16:00, en kl. 14:30 hefst fjölskylduhátíð með boltaþrautum, hoppukastala, pulsuveislu og fleiru. Lesa meira
 
Hjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Fjölskylduhátíð fyrir leikinn á laugardag - 19.8.2010

KSÍ stendur fyrir fjölskylduhátíð fyrir kvennalandsleik Íslands og Frakklands á Laugardalsvelli á laugardag.  Hátíðin hefst kl. 14:30 og því er um að gera að mæta snemma og gera sér glaðan dag, ná góðri upphitun fyrir leikinn, fá sér eins og eina pulsu, spreyta sig á boltaþrautum og hoppa og skoppa í þar til gerðum kastölum.  Leikurinn sjálfur hefst kl. 16:00.

Lesa meira
 
Þóra Helgadóttir ræðir við Svölu sjúkraþjálfara

Fyrsta æfingin fyrir Frakkaleikinn - 19.8.2010

Eins og kunnugt er mætast Ísland og Frakkland í undankeppni HM 2011 kvenna á Laugardalsvelli á laugardag.  Stelpurnar okkar komu saman til æfinga á miðvikudag og var æft á Hofstaðavelli í Garðabæ.  Mikil eftirvænting er í hópnum og leikmenn hlakka til verkefnisins.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög