Landslið

Hólmfríður ásamt Guðrúnu Ingu Sívertsen og Ragnhildi Skúladóttur

Þrjár léku áfangaleiki fyrr á árinu - 21.8.2010

Þrír leikmenn íslenska kvennalandsliðsins náðu áfanga í landsleikjafjölda á árinu.  Sara Björk Gunnarsdóttir og Rakel Hönnudóttir léku sinn 25. A-landsleik og Hólmfríður Magnúsdóttir lék sinn 50. A-landsleik á árinu.  Þær voru allar heiðraðar að loknum leik Íslands og Frakklands.

Lesa meira
 
Knattþrautir 2010

Viðurkenningar fyrir knattþrautir afhentar í hálfleik á ísland-Frakkland - 21.8.2010

Tæplega fimmtíu ungum stúlkum sem sýndu góða ástundun og góðar framfarir í knattþrautum KSÍ í sumar voru veittar viðurkenningar í hálfleik á viðureign Íslands og Frakklands í undankeppni HM 2011.  Fyrir leikinn stóðu þær heiðursvörð þegar liðin gegnu inn á völlinn og á meðan þjóðsöngurinn var leikinn. 

Lesa meira
 
Eftir leik Íslands og Frakklands

Umkringdar aðdáendum eftir leikinn - 21.8.2010

Stelpurnar í kvennalandsliðinu gáfu sér góðan tíma til að spjalla við unga aðdáendur eftir leikinn við Frakka í laugardalnum í dag.  Eiginhandaráritanir voru vinsælar og var skrifað á allt sem mögulegt var að skrifa á. Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi

Franskur sigur í Laugardalnum - 21.8.2010

Íslensku stelpurnar biðu lægri hlut gegn Frökkum á Laugardalsvelli í dag.  Lokatölur urðu 0 - 1 eftir að markalaust var í leikhléi.  Þar með eru möguleikar íslenska liðsins úr sögunni um sæti á HM í Þýskalandi en franska liðið hefur tryggt sér sæti í umspili um að komast þangað.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög