Landslið

EURO 2012

Grétar Rafn og Brynjar Björn ekki með í Danmörku - 3.9.2010

Grétar Rafn Steinsson og Brynjar Björn Gunnarsson geta ekki verið með íslenska landsliðinu í viðureigninni við Dani á Parken í Kaupmannahöfn á þriðjudag.  Inn í hópinn koma þeir Birkir Már Sævarsson, sem leikur með Brann í Noregi, og Baldur Sigurðsson, leikmaður KR. Lesa meira
 
A landslið karla

Norskur sigur í Laugardalnum - 3.9.2010

Það voru Norðmenn sem höfðu betur í Laugardalnum í kvöld þegar Ísland og Noregur hófu leik í undankeppni fyrir EM 2012.  Lokatölur urðu 1 - 2 en Íslendingar leiddu í leikhléi 1 - 0.  Heiðar Helguson kom Íslendingum yfir á 38. mínútu.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010

Ísland - Noregur - Byrjunarlið Íslands tilbúið - 3.9.2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem mætir Norðmönnum í undankeppni fyrir EM 2012.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst núna kl. 19:00.  Hægt er að kaupa miða í miðasölu Laugardalsvallar sem og á netinu.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Noregur í kvöld kl. 19:00 - 3.9.2010

Ísland mætir Noregi í undankeppni fyrir EM 2012 í kvöld á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 19:00.  Þetta er fyrsti leikur Íslands í þessari undankeppni en strákarnir leika svo gegn Dönum næstkomandi þriðjudag ytra. Miðasala hefst á Laugardalsvelli kl. 10:00 en hægt verður einnig að kaupa miða á netinu fram að leik.

Lesa meira
 
Icelandair

Í blíðu og stríðu með strákunum - 3.9.2010

Vert er að vekja athygli á heimasíðunni http://www.ibs.is/ en þar er hægt að senda strákunum í landsliðinu baráttukveðjur fyrir leikina gegn Noregi og Danmörku í boði Icelandair.  Þeir Benedikt Bóas Hinriksson og Elvar Geir Magnússon hafa einnig verið á ferðinni og tekið upp viðtöl og annað efni sem einnig er að finna á þessari síðu.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög