Landslið

Merki U21 karla

U21 karla - Strákarnir tryggðu sér sæti í umspili - 7.9.2010

Strákarnir í U21 karla tryggðu sér sæti í umspili fyrir úrslitakeppni U21 karla en hún fer fram í Danmörku á næsta ári.  Dregið verður í umspilið næstkomandi föstudag.  Ísland var með fjórða bestan árangur í öðru sæti úr riðlunum tíu.

Lesa meira
 
U17 kvenna á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 kvenna - Hópurinn valinn fyrir Búlgaríuferð - 7.9.2010

Þorlákur Árnason landsliðsþjálfari hefur tilkynnt 18 manna hóp fyrir forkeppni EM U17 kvenna 2011.  Riðill Íslands verður leikinn í september í Búlgaríu og verða mótherjarnir, auk heimastúlkna, Litháen og Ítalía.

Lesa meira
 
EURO 2012

Byrjunarlið Íslands gegn Dönum í undankeppni EM 2012 - 7.9.2010

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt gegn Dönum í undankeppni EM 2012 á Parken í kvöld.  Tvær breytingar eru gerðar á liðinu frá því í leiknum gegn Norðmönnum á Laugardalsvelli á föstudag.  Rúrik Gíslason og Birkri Már Sævarsson koma inn í byrjunarliðið.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - 32 leikmenn valdir til æfinga um komandi helgi - 7.9.2010

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 32 leikmenn sem munu æfa um komandi helgi.  Æfingarnar fara fram á Tungubakkavelli en framundan er riðill í undankeppni EM sem fram fer hér á landi síðar í mánuðinum.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Þýskalands - Strákarnir fagna sigrinum

U21 karla - Byrjunarliðið er mætir Tékkum kl. 15:00 - 7.9.2010

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Tékkum í dag kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Leikurinn er síðasti leikur liðsins í undankeppni fyrir EM 2011.  Byrjunarliðið er þannig skipað:

Lesa meira
 
Gönguferð um bryggjuhverfið í Köben

Leikdagur er runninn upp í Köben - 7.9.2010

Leikdagur er runninn upp hjá A-landsliði karla, sem mætir Dönum á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld.  Leikurinn hefst kl. 18:15 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.  Byrjunarliðið verður opinberað kl. 15:15 í dag.

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Tvær hörkuviðureignir í dag og í kvöld - 7.9.2010

Tvö karlalandslið Íslands, A landsliðið og U21 landsliðið, verða í eldlínunni í dag og í kvöld.  Strákarnir í U21 mæta Tékkum kl. 15:00 í lokaleik liðsins í undankeppni EM 2011.  A landsliðið leikur svo við Dani í undankeppni EM 2012 og hefst sá leikur kl. 18:15.  Báðir þessir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög