Landslið

U17 kvenna á Norðurlandamótinu í Danmörku

U17 kvenna - Öruggur sigur gegn Litháen - 20.9.2010

Stelpurnar í U17 byrjuðu undankeppni EM af miklum krafti en leikið var gegn Litháen í dag.  Lokatölur urðu 14 - 0 eftir að staðan hafði verið 7 - 0 í leikhléi.  Riðillinn er leikinn í Búlgaríu og er næsti leikur við heimastúlkur á miðvikudaginn.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Leikið við Norður Íra í Sandgerði í dag - 20.9.2010

Strákarnir í U19 leika í dag vináttulandsleik gegn jafnöldrum sínum frá Norður Írlandi og fer leikurinn fram kl. 16:00.  Leikið verður á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði en þjóðirnar mætast aftur á Fylkisvelli næstkomandi miðvikudag.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Finnlandi á Norðurlandamóti U17 kvenna sem leikið er í Danmörku.

U17 kvenna - Leikið gegn Litháen í dag - 20.9.2010

Stelpurnar í U17 verða í eldlínunni í dag þegar þær mæta Litháen í undankeppni EM.  Þetta er fyrsti leikur liðsins og er riðillinn leikinn í Búlgaríu.  Í hinum leik riðilsins í dag leika Ítalía og Búlgaría.  Þorlákur Árnason hefur tilkynnt byrjunarlið sitt en leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög