Landslið

Úr leik Íslands og Þýskalands - Strákarnir fagna sigrinum

U21 karla - Miðasala hafin á Ísland - Skotland - 23.9.2010

Í dag hófst miðasala á leik Íslands og Skotlands en þetta er fyrri leikurinn í umspili um sæti í úrslitakeppni U21 karla.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 7. október og hefst kl. 19:00.  Miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri.  Ekki er selt í númeruð sæti og því frjálst sætaval.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Mark úr vítaspyrnu nægði Norður Írum - 23.9.2010

Landslið Íslands, skipað leikmönnum undir 19 ára karla, beið lægri hlut gegn Norður Írum í gær þegar þjóðrinar mættust í vináttulandsleik á Fylkisvelli.  Lokatölur urðu 0 - 1 fyrir gestina eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Tékkum á Laugardalsvelli

U17 karla - Tékkar höfðu sigur á Laugardalsvelli - 23.9.2010

Strákarnir í U17 töpuðu fyrsta leik sínum í undankeppni EM en tekið var á móti Tékkum á Laugardalsvelli.  Lokatölur urðu 2 - 4 Tékkum í vil en síðari hálfleikur var í meira lagi fjörugur þar sem staðan í leikhléi var markalaus.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög