Landslið

Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Ítölum - 24.9.2010

Stelpurnar í U17 leika við Ítali á laugardaginn og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma.  Leikurinn ræður úrslitum um það hvor þjóðin hreppir efsta sætið í riðlinum og þar með öruggt sæti í milliriðlum.  Íslenska liðinu dugar jafntefli í leiknum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið U17 karla gegn Tyrkjum á Víkingsvelli

U17 karla - Sigur á Tyrkjum í hörkuleik - 24.9.2010

Strákarnir í U17 unnu frábæran sigur á Tyrkjum í dag en leikið var á Víkingsvelli.  Lokatölur urðu 2 - 0 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Þetta var annar leikur Íslands í riðlinum og þýða þessi úrslit að riðillinn er galopinn fyrir síðustu umferðina en Tékkar og Armenar gerðu jafntefli í hinum leik riðilsins, 1 - 1.

Lesa meira
 
UEFA-futsal

EM í Futsal - Ísland í riðli með Grikklandi, Lettlandi og Armeníu - 24.9.2010

Í dag var dregið í undankeppni EM landsliða í Futsal en Ísland tekur þar þátt í fyrsta skipti.  Ísland er í B riðli ásamt Grikklandi, Lettlandi og Armeníu.  Riðillinn verður leikinn hér á landi dagana 20. - 24. janúar 2011.

Lesa meira
 
UEFA-futsal

Dregið í undanriðlum EM í Futsal - Riðill haldinn á Íslandi - 24.9.2010

Í dag verður dregið í undankeppni EM í Futsal en Ísland verður í fyrsta skiptið á meðal þátttakenda.  Undanriðlarnir fara fram dagana 20. - 24. janúar 2011 og hefur Ísland verið valið sem gestgjafar eins riðils.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Annar leikur Íslands í dag - 24.9.2010

Strákarnir í U17 leika sinn annan leik í undankeppni EM í dag þegar þeir mæta Tyrkjum.  Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst kl. 16:00.  Hinn leikurinn í riðlinum er á milli Tékka og Armena og fer sá leikur fram á Akranesvelli kl. 13:30.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög