Landslið

Byrjunarlið U17 gegn Armeníu í undakeppni EM

U17 karla - Sigur á Armenum og efsta sætið í riðlinum staðreynd - 27.9.2010

Strákarnir í U17 tryggðu sér í dag sæti í milliriðlum EM þegar þeir lögðu Armena í Keflavík.  Lokatölur urðu 2 - 1 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið 1 - 1 í leikhléi.  Ragnar Bragi Sveinsson og Oliver Sigurjónsson skoruðu mörk Íslands í leiknum.  Þessi úrslit þýddu jafnframt að Ísland varð í efsta sæti riðilsins.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Miðarnir fara hratt á Ísland – Portúgal - 27.9.2010

Miðasala á leik Íslands og Portúgals í undankeppni EM gengur afar vel og fer miðunum fækkandi með hverjum deginum.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 12. október kl. 19:45.  Þeir sem ætla að tryggja sér miða ættu að hafa hraðar hendur því flest bendir til þess uppselt verði á leikinn á næstu dögum.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Leikið við Armena í Keflavík kl. 16:00 - 27.9.2010

Strákarnir í U17 leika lokaleik sinn í undankeppni EM í dag þegar þeir mæta Armenum í Keflavík.  Leikurinn hefst kl. 16:00 eins og leikur Tyrkja og Tékka sem fer fram í Grindavík.  Með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti í milliriðlum en allar fjórar þjóðirnar eiga möguleika fyrir lokaumferðina.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög