Landslið

Knattspyrnusamband Íslands

U17 og U19 karla - Æfingar á næstunni - 5.10.2010

Þjálfararnir Gunnar Guðmundsson og Kristinn Jónsson, landsliðsþjálfarar U17 og U19 karla, hafa valið leikmenn til æfinga á næstu dögum.  Æfingarnar hjá U17 eru um komandi helgi en U19 hefur æfingar í dag.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Tryggið ykkur miða á Ísland - Skotland - 5.10.2010

Miðasala á fyrri umspilsleik U21 karla, Ísland - Skotland, er nú í fullum gangi.  Það er um að gera fyrir knattspyrnuáhugamenn að tryggja sér miða í forsölu og forðast þannig biðraðir í miðasölu á leikdag.  Miðaverð er 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri. Á leikdag opnar miðasala á Laugardalsvelli kl. 12:00

Lesa meira
 
UEFA

Úrslitakeppni EM kvenna 2013 fer fram í Svíþjóð - 5.10.2010

Á fundi framkvæmdastjórnar UEFA í gær var ákveðið að úrslitakeppni EM kvenna fari fram í Svíþjóð árið 2013.  Valið stóð á milli Svíþjóðar og Hollands.  Einnig var ákveðið að fjöldi þátttökuþjóða í úrslitakeppninni yrði áfram 12 þjóðir en umræður höfðu verið um að þeim skyldi fjölga í 16 þjóðir.  Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

U21 karla - Hollenskir dómarar dæma Ísland - Skotland - 5.10.2010

Það verða dómarar frá Hollandi sem dæma fyrri leik Íslands og Skotlands í umspili um sæti í úrslitakeppni U21 karla.  Dómari leiksins heitir Hendrikus Bas Nijhuis og honum til aðstoðar verða þeir Angelo Boonman og Erwin Zeinstra.  Fjórði dómari verður svo Jeroen Sanders.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 karla - Arnór Smárason ekki með gegn Skotum - 5.10.2010

Arnór Smárason verður ekki með U21 karlalandsliðinu í umspilsleikjum liðsins gegn Skotum sem fara fram 7. og 11. október.  Hópurinn æfði saman í gær en síðustu tveir leikmennirnir koma til móts við hópinn í dag

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög