Landslið

U21 karla Ísland-Skotland 2010 (Sportmyndir)

U21 karla - Sanngjarn sigur á Skotum - 7.10.2010

Strákarnir í U21 unnu góðan sigur á Skotum á Laugardalsvelli í kvöld að viðstöddum 7.255 áhorfendum.  Þetta var fyrri leikurinn í umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppninni í Danmörku á næsta ári.  Seinni leikurinn verður í Edinborg, mánudaginn 11. október á Easter Road.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

Byrjunarlið Íslands gegn Skotum - 7.10.2010

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Skotum í kvöld á Laugardalsvelli kl. 19:00.  Þetta er fyrri umspilsleikur um sæti í úrslitakeppni EM U21 sem fer fram í Danmörku á næsta ári.  Seinni leikurinn fer svo fram í Edinborg, mánudaginn 11. október.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

U21 leikurinn í beinni á sporttv.is - 7.10.2010

Fyrri leikur Íslands og Skotlands í umspili fyrir EM U21 karla sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld klukkan 19:00 verður í beinni á SportTv.is og livefromiceland.com fyrir Íslendinga erlendis. Það þarf því enginn að missa af þessum landsleik.

Lesa meira
 
Úr leik Íslands og Þýskalands - Strákarnir fagna sigrinum

U21 karla - Ísland mætir Skotlandi í kvöld kl. 19:00 - 7.10.2010

Í kvöld fer fram fyrri umspilsleikur á milli Íslands og Skotlands en leikið er um sæti í úrslitakeppni EM U21 karla.  Leikurinn hefst kl. 19:00 á Laugardalsvelli en miðsala á vellinum hefst kl. 12:00.  Áhorfendur eru hvattir til þess að vera tímanlega í því til að forðast biðraðir rétt fyrir leik.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög