Landslið
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

Konurnar niður um eitt sæti á styrkleikalista FIFA

Ísland í 17. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA

19.11.2010

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem út kom í dag, þá fellur íslenska kvennalandsliðið niður um eitt sæti.  Ísland er í 17. sæti listans en það eru Bandaríkin sem tróna á toppnum.  Engar breytingar eru á 8 efstu sætum listans.

Næsta verkefni kvennalandsliðsins er Algarve Cup sem fer fram í mars.  Af mótherjum Ísland í riðlakeppninni þar er að frétta að Svíar eru í 4. sæti, Kínverjar í 13. sæti og Danir í 14. sæti listans.

Styrkleikalisti FIFA

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög