Landslið

Futsal  Ísland - Lettland

Naumt tap Futsal-landsliðsins gegn Lettum - 21.1.2011

Ísland mætti Lettlandi á Ásvöllum í Hafnarfirði í forkeppni EM 2012 í Futsal og það er ekki hægt að segja annað en að íslenska liðið hafi staðið sig með prýði, þrátt fyrir naumt 4-5 tap.  Leikurinn var hnífjafn allan tímann og hörkuspennandi, hraður og skemmtilegur og mikið um baráttu og flotta takta.

Lesa meira
 
Futsal_01-gri-arm

Forkeppni EM í Futsal byrjuð - 21.1.2011

Eins og kynnt hefur verið fer þessa dagana fram riðill í forkeppni EM í Futsal að Ásvöllum.  Fyrri leik dagsins lauk nú fyrir stundu, en þar mættust Grikkir og Armenar, og lauk hörkuspennandi leik með 2-2 jafntefli.  Seinni leikurinn er viðureign Íslands og Lettlands, í beinni á Haukar TV kl. 19:00.

Lesa meira
 
Hópurinn sem tók þátt í fyrstu landsliðsæfingunni í Futsal

Futsal - Fyrsti landsleikur Íslands í kvöld - 21.1.2011

Í kvöld, föstudaginn 21. janúar, fer fram fyrsti landsleikur Íslands í Futsal og verða Lettar mótherjarnir.  Leikurinn er liður í forkeppni EM 2012 en riðill Íslands, B riðill, fer fram á Ásvöllum.  Riðillinn hefst með leik Grikkja og Armena kl. 16:30 en kl. 19:00 mætast Íslendingar og Lettar.  Leikur íslenska liðsins verður í beinni útsendingu á vefsjónvarpi Hauka - Haukar TV.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög