Landslið

Futsal - Þorsteinn Már reynir markskot

Ísland hafnaði í 2. sæti í Futsal-riðlinum - 24.1.2011

Ísland hafnaði í 2. sæti riðilsins í forkeppni EM 2012 í Futsal, sem leikinn var að Ásvöllum.  Sigur gegn Grikkjum í dag, mánudag, þýddi að íslenska liðið lauk keppni með 6 stig.  Lettar unnu sigur í riðlinum með fullt hús, en Grikkir og Armenar fengu eitt stig hvort lið.

Lesa meira
 
Hart barist í leik Armena og Letta

Lettar luku keppni með fullt hús stiga - 24.1.2011

Lettar luku keppni í riðlinum í forkeppni EM í Futsal sem fram fer að Ásvöllum með fullt hús stiga, eftir 2-1 sigur á Armenum, sem létu lettneska liðið svo sannarlega hafa fyrir sigrinum og börðust af miklum krafti allan leikinn.  Lettland leikur í undankeppninni í febrúar.

Lesa meira
 
Futsal  Ísland - Lettland

EM í Futsal - Leikið við Grikki í kvöld - 24.1.2011

Íslendingar mæta í kvöld Grikkjum í lokaleik liðsins í forkeppni EM 2012 en leikið er á Ásvöllum.  Leikurinn hefst kl. 19:00 en á undan, kl. 16:30, leika Armenar og Lettar.  Íslendingar tryggja sér annað sæti riðilsins með sigri á Grikkjum.

Lesa meira
 
Futsal - Guðmundur Steinarsson skorar úr vítaspyrnu

Lokaumferðin í forkeppni EM í Futsal í dag - 24.1.2011

Lokaumferð riðilsins í forkeppni EM í Futsal sem fram fer að Ásvöllum í Hafnarfirði verður leikin í dag.  Fyrri leikur dagsins er viðureign Letta og Armena og hefst sá leikur kl. 17:30.  Ísland mætir Grikklandi kl. 19:00 og verður sá leikur í beinni vefútsendingu á Haukar TV.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög