Landslið

Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.

Óskabyrjun Íslendinga á Algarve - 2.3.2011

Íslendingar fengu sannkallaða óskabyrjun á Algarve Cup þetta árið en stelpurnar unnu frábæran sigur á Svíum í fyrsta leik sínum á mótinu.  Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir Íslendinga eftir að jafnt hafði verið í leikhléi, 1 - 1.  Það voru Margrét Lára Viðarsdóttir og fyrirliðinn, Katrín Jónsdóttir, sem skoruðu mörk Íslands í leiknum. Danir unnu Kínverja í hinum leik riðilsins í dag, 1 - 0. Þetta er fyrsti sigur A landsliðs kvenna á Svíum en þetta var 10. viðureign þjóðanna.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Japanskur dómari á leik Íslands og Svíþjóðar í dag - 2.3.2011

Að venju koma dómarar á Algarve Cup víða að en dómari í leik Íslands og Svíþjóðar í dag kemur frá Japan líkt og annar aðstoðardómaranna.  Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Dómarar leiksins eru eftirfarandi:

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög