Landslið

Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Sigur hjá heimamönnum í fimm marka leik - 24.3.2011

Strákarnir í U21 biðu lægri hlut gegn Úkraínu í vináttulandsleik sem fram fór í kvöld í Kænugarði.  Lokatölur urðu 3 - 2 fyrir heimamenn eftir að þeir höfðu leitt í leikhléi, 1 - 0.  Aron Jóhannsson og Björn Bergmann Sigurðarson skoruðu mörk Íslands í leiknum.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Jafntefli gegn Rúmenum í fyrsta leik - 24.3.2011

Strákarnir í U17 gerðu jafntefli í fyrsta leik sínum í milliriðli fyrir EM en riðillinn er leikinn í Ungverjalandi.  Mótherjarnir í fyrsta leiknum voru Rúmenar og lauk leiknum með markalausu jafntefli.  Næsti leikur Íslands verður gegn Ungverjum á laugardaginn.

Lesa meira
 
Frá æfingu á Kýpur

Tvær æfingar á Kýpur í dag - 24.3.2011

Íslenska karlalandsliðið mun æfa tvisvar í dag en liðið undirbýr sig nú fyrir leikinn gegn Kýpur í undankeppni EM.  Liðið æfði í gær og í dag verða tvær æfingar.  Vel fer um hópinn og aðstæður hinar ágætustu þó svo að vel hafi rignt á æfingunni í gær.

Lesa meira
 
Oliver skorar úr vítaspyrnu, 2 - 0

U17 karla - Leikið gegn Rúmenum í dag - 24.3.2011

Strákarnir í U17 hefja í dag leik í milliriðli fyrir EM en leikið er í Ungverjalandi.  Ísland leikur sinn fyrsta leik gegn Rúmenum og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag.

Lesa meira
 
Þjálfararnir Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson

U21 karla - Ísland mætir Úkraínu - Byrjunarliðið tilbúið - 24.3.2011

Strákarnir í U21 mæta í kvöld Úkraínu í vináttulandsleik kl. 17:30 og fer leikurinn fram á Valeriy Lobanovskyy vellinum í Kænugarði.  Þetta er fyrri vináttulandsleikur liðsins af tveimur á næstu dögum því Englendingar verða svo mótherjarnir, mánudaginn 28. mars og fer sá leikur fram á Deepdale vellinum í Preston.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög