Landslið
Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010

U21 karla - Fjórir leikmenn bætast við hópinn

Fyrsta skiptið sem Ísland og England mætast hjá U21 karla

27.3.2011

Fjórir leikmenn bætast við hópinn hjá U21 karla fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi sem fram fer í Preston á morgun, mánudag.  Við hópinn bætast þeir Alfreð Finnbogason, Arnór Smárason, Birkir Bjarnason og Guðmundur Kristjánsson en þeir voru með A landsliðshópnum sem lék á Kýpur.  Þá mun markvörðurinn Haraldur Björnsson einnig koma í hópinn að nýju.

Leikurinn verður leikinn á Deepdale, heimavelli Preston North End sem leikur í hinni skemmtilegu Championship deild í Englandi.  Hópurinn gistir hinsvegar Bolton nánar tiltekið á hóteli sem staðsett er á Reebook vellinum, heimavelli Bolton Wanderes.  Vel fer um hópinn og menn bíða í ofvnæni eftir að mæta sterku liði Englendinga.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland og England mætast í landsleik hjá þessum aldursflokki en, sem kunnugt er, er leikurinn liður í undirbúningi liðanna fyrir úrslitakeppni EM U21 karla sem fram fer í Danmörku í sumar.

Liðið æfði á í morgun á æfingasvæði Wigan og í kvöld verður svo æfing á keppnisvellinum.  Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma og verður seinni hálfleikur í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög