Landslið

Fjarðabyggðarhöllin

U16 og U17 karla - Úrtaksæfing á Austurlandi - 5.4.2011

Næstkomandi sunnudag verður úrtaksæfing í Fjarðabyggðahöllinni fyrir leikmenn á Austurlandi fædda 1995 og 1996.  Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla og Freyr Sverrisson landsliðsþjálfari U16 karla, hafa valið leikmenn fyrir þessa æfingu.

Lesa meira
 
Stelpurnar í U19 á Millenium vellinum í Cardiff

U19 kvenna - Þjóðverjar of sterkir - 5.4.2011

Stelpurnar í U19 töpuðu lokaleik sínum í milliriðli EM sem leikinn var í Wales.  Mótherjarnir í dag voru hið sterka lið Þjóðverja sem fóru með sigur af hólmi, 3 - 0.  Staðan í leikhléi var 2 - 0 og með sigrinum tryggðu Þjóðverjar sér efsta sæti milliriðilsins og sæti í úrslitakeppninni í sumar.

Lesa meira
 
Stelpurnar í U19 fyrir utan Millenium völlinn í Cardiff

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Þjóðverjum - 5.4.2011

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Þjóðverjum í lokaleik liðsins í milliriðli EM.  Ólafur teflir fram sama byrjunarliði og hóf sigurleikinn gegn Wales.  Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög