Landslið

Byrjunarlið Íslands hjá U17 kvenna gegn Englandi í milliriðli EM í Póllandi, apríl 2011

U17 kvenna - Stelpurnar komnar í úrslitakeppnina - 11.4.2011

Stelpurnar í U17 gerðu sér lítið fyrir í dag og tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í lok júlí.  Leikið var við Pólverja í dag og eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu íslensku stelpurnar tvö mörk í síðari hálfleiknum, líkt og gegn Englendingum, og tryggðu sér sigurinn.  Þrátt fyrir að ein umferð sé eftir í milliriðlinum þá hafa stelpurnar tryggt sér efsta sætið í riðlinum

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands hjá U17 kvenna gegn Englandi í milliriðli EM í Póllandi, apríl 2011

U17 kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Póllandi - 11.4.2011

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Pólverjum í dag í milliriðli EM.  Þessar þjóðir höfðu báðar sigur í fyrstu leikjum sínum.  Ísland lagði England, 2 - 0 á meðan heimastúlkur lögðu Svía, 3 - 1.  Það má því búast við hörkuleik í dag sem hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma og er textalýsing frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög