Landslið

Tyrkneski dómarinn Firat Aydinus

Ísland - Danmörk á laugardaginn - Tyrkneskir dómarar við stjórnvölinn - 31.5.2011

Það verður dómarakvartett frá Tyrklandi sem verður við stjórnvölinn á landsleik Íslands og Danmerkur næstkomandi laugardag.  Leikurinn er í undankeppni EM og hefst á Laugardalsvelli kl. 18:45.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

U21 karla - Hópurinn valinn fyrir úrslitakeppni EM - 31.5.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt þá 23 leikmenn sem leika munu í úrslitakeppni EM í Danmörku.  Mótið stendur yfir frá 11. júní til 25. júní en íslenski hópurinn heldur utan 8. júní og mætir Hvít Rússum í fyrsta leiknum 11. júní.  Sá leikur verður leikinn í Árósum en seinni tveir leikir Íslands í riðlinum, gegn Sviss og Danmörku, fara fram í Álaborg.

Lesa meira
 
KSI_2011_Futsal-00-012

A landslið karla - Haraldur Freyr kemur inn í hópinn - 31.5.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið Harald Frey Guðmundsson í hópinn fyrir leikinn gegn Dönum sem fer fram næstkomandi laugardag á Laugardalsvelli.  Haraldur tekur sæti Ragnars Sigurðssonar sem dró sig út úr hópnum.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Opin æfing hjá A-landsliði karla í dag - 31.5.2011

KSÍ vill vekja athygli á því að A-landslið karla verður með opna æfingu á Víkingsvelli í Reykjavík þriðjudaginn 31. maí kl. 16:00.  Stuðningsmenn og knattspyrnuáhugafólk er boðið hjartanlega velkomið.  Hægt er að fylgjast með æfingunni úr stúkunni og eftir æfingu gefst kostur á eiginhandaráritunum leikmanna og léttu spjalli.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög