Landslið

Liðið fagnar með áhorfendum eftir sigur gegn Sviss.  Mynd af ifsport.is

Frábær fótbolti og fögnuður á Special Olympics í Aþenu - 29.6.2011

Íslensku strákarnir hafa tryggt sér sæti í úrslitaleik 7 manna fótboltans í B-riðli á Alþjóðaleikum Special Olympics sem nú fara fram í Aþenu í Grikklandi.  Ísland mætti Austurríkismönnum í dag og hafði betur 4-1.  Íslenska liðið hefur því unnið alla leiki sína á mótinu til þessa.

Lesa meira
 
UEFA EM U21 karla

Kolbeinn í stjörnuliði úrslitakeppni EM U21 - 29.6.2011

Framherjinn Kolbeinn Sigþórsson er í stjörnuliði úrslitakeppni EM U21 karla en sérstakt tæknlið UEFA valdi leikmenn í þetta lið.  Flestir leikmenn koma frá Evrópumeisturum Spánverja en þeir eiga sjö fulltrúa af 23 leikmönnum í þessu stjörnuliði UEFA.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Ísland niður um sex sæti á styrkleikalista FIFA - 29.6.2011

Á nýjum styrkleikalista FIFA hjá körlum, sem birtur var í dag, fellur Ísland um sex sæti og situr nú í 122. sæti listans.  Spánverjar eru sem fyrr í efsta sætinu og Hollendingar sitja sem fastast í öðru sæti.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Svíþjóðar og Íslands á Melavellinum 29. júní 1951.  Lið Íslands er fjær á myndinni

60 ár frá því að Svíar voru lagði á Melavelli - 29.6.2011

Í dag eru liðin 60 ár frá því að Íslendingar lögðu Svía í landsleik í knattspyrnu en leikið var á Melavellinum.  Lokatölur urðu 4 – 3 Íslendingum í vil og skoraði Ríkharður Jónsson öll mörk Íslendinga.  Þessi dagur hefur jafnan verið minnst sem eins hins fræknasta í íslenskri íþróttasögu því sama dag höfðu Íslendingar betur gegn Dönum og Norðmönnum í landskeppni í frjálsum íþróttum sem fram fór í Osló.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög