Landslið

Byrjunarlið Íslands gegn Þýskalandi á Norðurlandamót stúlkna í Finnlandi

Norðurlandamót stúlkna - Jafntefli gegn Þjóðverjum - 4.7.2011

Stelpurnar í stúlknalandsliðinu gerðu jafntefli gegn Þjóðverjum í fyrsta leik liðsins á Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi.  Lokatölur urðu 1 - 1 eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Elín Metta Jensen gerði mark Íslands úr vítaspyrnu í síðari hálfleik en Þjóðverjar jöfnuðu strax mínútu síðar.

Lesa meira
 
2011-Special-Olympics

Silfur hjá íslenska liðinu á Special Olympics - 4.7.2011

Ísland vann til silfurverðlauna í 7 manna fótbolta á Alþjóðaleikum Special Olympics í Aþenu í Grikklandi.  Ísland og Svartfjallaland mættust í úrslitaleik B-riðils þar sem Svartfellingar fóru með 2-1 sigur af hólmi.  Lárus Örn Sigurbjörnsson skoraði mark Íslands í leiknum með glæsilegu skoti og minnkaði muninn í 2-1 og þar við sat.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Norðurlandamót stúlkna - Leikið gegn Þjóðverjum í dag - 4.7.2011

Norðurlandamót stúlkna hefst í dag í Finnlandi og mætir íslenska liðið því þýska í fyrsta leik sínum.  Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður leikið á Äänekoski vellinum í Jyväskylä.  Þorlákur Árnason hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög