Landslið

U17 landslið karla

NM U17 karla - Ísland Norðurlandameistari - 7.8.2011

Ísland tryggði sér í dag Norðurlandameistaratitilinn hjá U17 karla þegar þeir lögðu Dani í úrslitaleik á Þórsvelli í dag.  Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Ísland og skoraði Ævar Ingi Jóhannesson markið á 22. mínútu.  Ísland 2 lék einnig í dag við Norðmenn í leik um 3. sætið en þar höfðu Norðmenn betur, 2 - 1.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

NM U17 karla - Íslensku liðin leika um gull og brons - 7.8.2011

Í dag verður leikið um sæti á Norðurlandamóti U17 karla og leika bæði íslensku liðin um verðlaunasæti á mótinu.  Ísland og Danmörk leika til úrslita á mótinu en þjóðirnar mætast á Þórsvelli kl. 13:00.  Allir aðrir leikir um sæti hefjast kl. 11:00 og þeirra á meðal er leikur Íslands og Noregs sem hefst kl. 11:00, einnig á Þórsvelli. Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög