Landslið

EURO 2012

Mark Kolbeins tryggði sigur á Kýpur - 6.9.2011

Íslendingar unnu langþráðan sigur í kvöld í undankeppni EM þegar Kýpverjar voru lagðir af velli á Laugardalsvelli í kvöld.  Mark Kolbeins Sigþórssonar á 5. mínútu dugði til sigurs og eru Íslendingar með fjögur stig í fjórða sæti riðilsins.

Lesa meira
 
EM U21 landsliða karla

Tveggja marka tap gegn Norðmönnum hjá U21 karla - 6.9.2011

U21 landslið karla tapaði 0-2 gegn Noregi í undankeppni EM 2013, en liðin mættust á Kópavogsvellinum í dag.  Eitt mark í hvorum hálfleik gerði út um leikinn og eru nú fjögur lið í riðlinum með 3 stig, en Englendingar og Norðmenn hafa reyndar aðeins leikið einn leik.

Lesa meira
 
Icelandair

Ágúst Valves Jóhannesson hitti slána - 6.9.2011

Í hálfleik á viðureign Íslands og Kýpurs í undankeppni EM 2012 reyndu fimm heppnir vallargestir að spyrna knetti frá vítateigsboganummeð það fyrir augum að hitta þverslána.  Ágústi Valves Jóhannessyni tókst verkið og fékk hann utanlandsferð fyrir tvo með Icelandair að launum. Lesa meira
 
Merki U21 karla

Byrjunarlið U21 gegn Norðmönnum - 6.9.2011

Byrjunarlið U21 landsliðs karla gegn Norðmönnum í undankeppni EM 2013 hefur verið tilkynnt.  LIðin mætast á Kópavogsvelli í dag og hefst leikurinn kl. 16:15, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 

Lesa meira
 
Helgi Valur og Alfreð með harðfiskinn góða

Góð sending frá Þingeyri - 6.9.2011

Sigmundur Þórðarson á Þingeyri sendi A landsliði karla góða gjöf og baráttukveðjur fyrir leikinn gegn Kýpur í undankeppni EM 2012.  Helgi Valur Daníelsson og Alfreð Finnbogason tóku við gjöfinni, sem var af veglegri gerðinni – alvöru vestfirskur harðfiskur.  Lesa meira
 
Bosko Jovanetic knattspyrnudómar

Serbneskir dómarar á Ísland-Kýpur - 6.9.2011

Það verða Serbar sem sjá um dómgæsluna á viðureign Íslands og Kýpurs í undankeppni EM 2012 á Laugardalsvellinum í kvöld.  Dómari leiksins er Bosko Jovanetic.  Eftirlitsmennirnir koma frá Lúxemborg og Wales.

Lesa meira
 
Birkir Már Sævarsson (Sportmyndir)

Ísland - Kýpur í kvöld - 6.9.2011

Ísland og Kýpur mætast kl. 18:45 í kvöld á Laugardalsvellinum.  Þetta er síðasti heimaleikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2012 og strákarnir eru staðráðnir í að innbyrða fyrsta sigurinn og lyfta sér þér með af botninum og upp fyrir Kýpur.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög