Landslið

Frá leik Íslands og Noregs í undankeppni EM, 17. september 2011

Ísland – Belgía – A passar gilda við innganginn - 17.9.2011

Handhafar A-passa 2011 frá KSÍ þurfa ekki að sækja miða fyrir landsleik Íslands og Belgíu í undankeppni EM A kvenna. Dugar að sýna passann við innganginn þegar mætt er á völlinn en leikið verður á Laugardalsvellinum. Frjálst sætaval er á leiknum sem hefst kl. 19:30, miðvikudaginn 21. september.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Frítt fyrir börn, öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland – Belgíu - 17.9.2011

KSÍ býður börnum 16 ára og yngri, öryrkjum og ellilífeyrisþegum, ókeypis aðgang að landsleik Íslands og Belgíu í undankeppni EM kvenna sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 21. september kl. 19:30.

Lesa meira
 
A landslið kvenna

Birna Kristjánsdóttir kölluð inn í hópinn - 17.9.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur kallað Birnu Kristjánsdóttur, markvörð úr Breiðabliki inn í hópinn fyrir leikinn gegn Belgíu á miðvikudaginn.  Birna mun æfa með hópnum á morgun en hinir markverðir hópsins, Þóra Helgadóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir, eiga við smávægileg meiðsli að stríða.

Lesa meira
 
Frá leik Íslands og Noregs í undankeppni EM, 17. september 2011

Frábær sigur á Noregi - Óskabyrjun í undankeppni EM - 17.9.2011

Stórkostlegur fyrri hálfleikur íslenska kvennalandsliðsins skóp frækinn sigur Íslands á Noregi í dag.  Stelpurnar höfðu sigur, 3 – 1, eftir að hafa leitt með þremur mörkum í leikhléi.  Þetta er einn fræknasti sigur kvennalandsliðsins á heimavelli og óskabyrjun á undankeppni EM.  Íslenska liðið mætir Belgum í sömu undankeppni, miðvikudaginn 21. september kl. 19:30

Lesa meira
 
Icelandair

Kristín María hitti í slána - 17.9.2011

Í hálfleik á viðureign Íslands og Noregs í undankeppni EM kvenna 2013 spyrnti Kristín María Ingimarsdóttir knetti frá vítateigsboganum í þverslána.  Verðlaunin:  Ferð fyrir tvo til útlanda með Icelandair!  Þetta tækifæri fékk hún með því að kaupa miða á leikinn í gegnum midi.is.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu í undankeppni EM U19 á Vodafonevellinum

Góður sigur í fyrsta leik hjá U19 kvenna - 17.9.2011

U19 landslið kvenna hóf undankeppni EM með góðum 2-1 sigri á Slóvenum á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda.  Wales vann öruggan 3-0 sigur á Kasakstan á sama tíma, og fór sá leikur fram á Fjölnisvelli.  Næsta umferð er á mánudag.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög