Landslið

UEFA EM A-landsliða kvenna

Markalaust jafntefli í Laugardalnum - 21.9.2011

Það voru þung spor hjá íslensku stelpunum þegar þær gengu af leikvelli eftir leik þeirra gegn Belgum í undankeppni EM í kvöld.  Markalaust jafntefli varð raunin en íslenska liðið fékk fjölmörg tækifæri til þess að brjóta ísinn í þessum leik.  Þetta var síðasti heimaleikur liðsins á þessu ári en framundan eru tveir leikir á útivelli, gegn Ungverjum 22. október og gegn Norður Írum 26. október.

Lesa meira
 
Stelpurnar eftir æfingu í Grindavík

Stelpurnar æfðu í Grindavík - 21.9.2011

Kvennalandsliðið æfði í gær í Grindavík og voru móttökurnar að hætti heimamanna, höfðinglegar.  Eftir æfingu voru stelpurnar allar leystar út með kraftmikilli gjöf, flösku af Lýsi, sem vafalaust á eftir að koma sér vel fyrir leikinn gegn Belgíu í kvöld.

Lesa meira
 
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Ísland upp um 17 sæti - 21.9.2011

Á nýjum styrkleikalista FIFA, sem birtur var í morgun, er íslenska karlalandsliðið í 107. sæti og fer upp um 17 sæti frá síðasta lista.  Spánverjar endurheimta toppsætið af Hollendingum sem höfðu stutta viðkomu í efsta sætinu.

Lesa meira
 
Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir standa við myndina frá UEFA

Gjöf frá UEFA - Andlit Íslands - 21.9.2011

Á dögunum barst gjöf frá UEFA til handa knattspyrnuáhugafólks á Íslandi.  Er það stór mynd með andliti Íslands, ungur einstaklingur málaður í framan með fánalitum Íslands.  UEFA gaf öllum aðildarþjóðum gjöf í þessum anda í tilefni af opnun nýrrar byggingar hjá UEFA í Nyon.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög