Landslið

EURO 2012

Átta marka leikur í Portúgal - 7.10.2011

Íslendingar töpuðu lokaleik sínum í undankeppni EM en leikið var gegn Portúgal í Porto.  Lokatölur urðu 5 - 3 fyrir heimamenn sem leiddu 3 - 0 í leikhléi.  Íslendingar léku sérstaklega vel í síðari hálfleik og gerðu þá þrjú mörk, tvö frá Hallgrími Jónassyni og eitt frá Gylfa Þór Sigurðssyni.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Sigur í fyrsta leik - 7.10.2011

Stelpurnar í U17 unnu Austurríki í fyrsta leik sínum í undankeppni EM.  Riðillinn er leikinn í Austurríki og því dýrmætur sigur á heimastúlkum í höfn.  Í hinum leik riðilsins voru það Skotar sem lögðu Kasakstan með þremur mörkum gegn engu.  Ísland mætir Kasakstan á sunnudaginn í öðrum leik liðsins í undankeppninni.

Lesa meira
 
EURO 2012

A landslið karla - Portúgal tekur á móti Íslandi í kvöld - 7.10.2011

Íslendingar leika í kvöld lokaleik sinn í undankeppni EM 2012 þegar leikið verður við Portúgal.  Leikurinn fer fram á Estadio do Dragao vellinum í Porto og hefst kl. 20:00.  Ísland er með fjögur stig í riðlinum í fjórða sætinu en Portúgalir eru í harðri baráttu á toppnum, hafa 13 stig líkt og Danir og Norðmenn.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög