Landslið

2011-U17-karla-gegn-Sviss

U17 karla - Góður sigur á Grikkjum - 14.10.2011

Strákarnir í U17 unnu góðan sigur á Grikkjum í dag í undankeppni EM en riðillinn er leikinn í Ísrael.  Lokatölur urðu 1 - 0 eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Páll Olgeir Þorsteinsson skoraði mark Íslendinga á 48. mínútu og tryggði dýrmæta sigur.

Lesa meira
 
Lars-Lagerback

Lars Lagerbäck ráðinn þjálfari A landsliðs karla - 14.10.2011

Svíinn Lars Lagerbäck var í dag kynntur til sögunnar sem nýr landsliðsþjálfari A landsliðs karla.  Einnig var Heimir Hallgrímsson kynntur sem aðstoðarmaður hans.  Samningur þeirra er til ársloka 2013 en Lars tekur til starfa 1. janúar 2012.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki í undankeppni EM, október 2011

U17 kvenna - Nánari umfjöllun um leikinn gegn Skotum - 14.10.2011

Stelpurnar í U17 tryggðu sér sæti í milliriðlum með því jafntefli gegn Skotum í gær og tryggðu sér þar með efsta sæti riðilsins.  Tómars Þóroddsson var á staðnum og sendi okkur umfjöllun um leikinn.

Lesa meira
 
UEFA EM U17 karla

U17 karla - Leikið gegn Grikkjum í dag - 14.10.2011

Strákarnir í U17 leika gegn Grikkjum í dag í undankeppni EM en leikið er í Ísrael.  Þetta er annar leikur liðsins í riðlinum en strákarnir töpuðu gegn Sviss í fyrsta leiknum.  Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn sem hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög