Landslið

Byrjunarlið Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM október 2011

U17 karla - Strákarnir áfram eftir sigur á Ísrael - 17.10.2011

Strákarnir í U17 unnu gríðarlega sætan sigur á jafnöldrum sínum frá Ísrael í dag en leikurinn var í lokaumferð undankeppni EM.  Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Ísland og skoraði Stefán Þór Pálsson sigurmarkið þegar þrjár mínútur lifðu eftir af venjulegum leiktíma.  Strákarnir tryggðu sér því sigur í riðlinum og komast áfram í milliriðla. Lesa meira
 
2011-U17-karla-gegn-Sviss

U17 karla - Leikið við Ísrael kl. 10:00 - 17.10.2011

Strákarnir í U17 leika í dag lokaleik sinn í undankeppni EM en leikið er í Ísrael.  Heimamenn eru mótherjarnir í leik dagsins og hefst hann kl. 10:00 að íslenskum tíma.  Sigur fleytir íslenska liðinu áfram í milliriðla en riðillinn er galopinn, öll liðin hafa þrjú stig að loknum tveimur leikjum.  Gunnar Guðmundsson hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög