Landslið
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Leikið gegn Kýpur í dag

Annar leikur liðsins í undakeppni EM

23.10.2011

Strákarnir í U19 leika í dag annan leik sinn í undankeppni EM en leikið er við heimamenn í Kýpur.  Leikurinn hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með leiknum með textalýsingu á heimasíðu UEFA.  Þetta er annar leikur liðsins í .undankeppninni en liðið tapaði gegn Lettum í fyrsta le.iknum, 0 - 2.

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla hefur tilkynnt byrjunarliðið og má sjá það með því að smella á tengilinn hér að neðan.

Síðasti leikur liðsins verður svo á mðivikudaginn þegar leikið verður gegn Norðmönnum en Noregur og Lettland mætats einnig í dag.

Byrjunarliðið


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög