Landslið
UEFA EM U19 karla

Jafntefli við heimamenn hjá U19 karla

Sigur í lokaumferðinni tryggir sæti í milliriðlum

24.10.2011

U19 landslið karla gerði á sunnudag 1-1 jafntefli við Kýpur í undankeppni EM 2012, en riðillinn er leikinn þar í landi.  Heimamenn náðu forystunni í leiknum með marki úr vítaspyrnu á 23. mínútu, en Arnar Aðalgeirsson jafnaði metin á þeirri 34.  Ekki var meira skorað í leiknum og sættust liðin á skiptan hlut, þó hart hafi verið tekist á, alls tæplega 50 aukaspyrnur dæmdar.

Noregur vann Lettland í hinum leik dagsins og er staðan ekki ósvipuð og hjá U17 karla fyrir skömmu, þar sem Ísland er í neðsta sætinu fyrir lokaumferðina, en kemst áfram í milliriðla með sigri á Noregi í lokaleiknum.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög