Landslið
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Írunn og Lára í liði mótsins

Valdar í lið úrslitakeppni EM af tækninefnd UEFA

28.10.2011

Þær Írunn Þorbjörg Aradóttir og Lára Kristín Pedersen voru valdar í lið mótsins eftir úrslitakeppni EM U17 kvenna en úrslitakeppnin fór fram í Sviss í sumar.  Það er tækninefnd UEFA sem sér um að velja lið mótsins og birtir niðurstöðurnar í skýrslu sem kom út á dögunum.

Tækninefndin velur hóp  22 leikmanna sem léku í úrslitakeppninni og eru Írunn og Lára vel að því komnar að vera í þessum hópi.  Það eru Evrópumeistarar Spánverja sem eiga flesta leikmenn í þessum hópi, eða 9 talsins.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög