Landslið
EM kvennalandsliða

Sigurður Ragnar á meðal áhorfenda á leik Belga og Norður-Íra

Næsti leikur kvennalandsliðsins er á móti Belgíu 4. apríl

15.2.2012

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, verður á meðal áhorfenda á viðureign Belgíu og Norður-Írlands sem fram fer í dag, miðvikudaginn 15. febrúar, en Belgar eru einmitt næstu mótherjar Íslands í undankeppni EM.  Leikurinn fer fram á sama velli og Ísland og Belgía mætast á þann 4. apríl næstkomandi, KFC Dessel Sport leikvanginum í Dessel.

Belgía er í 2. sæti riðilsins og með sigri getur Belgía komist upp að hlið Íslands.  Norður-Írar eru í 3. sætinu og geta jafnað Belga að stigum með sigri.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög