Landslið

NM-U16-kvenna-2012-logo

Norðurlandamót U16 kvenna haldið í Noregi 7. - 15. júlí - 23.2.2012

Norðurlandamót U16 kvenna verður að þessu sinni haldið í Noregi, dagana 7. - 15. júlí. Mótið verður haldið í bæjunum Alta og Hammerfest sem eru í Finnmörk, nyrst í Noregi. Mótið er að venju gríðarlega sterkt því auk Norðurlandaþjóðanna mæta sterkar knattspyrnuþjóðir til leiks.

Lesa meira
 
Yasuhito Endo

Heimamaðurinn er af flestum talinn lykilmaður Japans - 23.2.2012

Allir leikmenn japanska landsliðsins, sem eru í hópnum fyrir vináttuleikinn gegn Íslandi, leika með japönskum liðum. Stærsta stjarna liðsins og sá sem flestir telja lykilmann fyrir leikinn, er heimamaðurinn Yasuhito Endo, sem leikur með Gamba Osaka og hefur gert það síðan 2001.

Lesa meira
 
Lars Lagerbäck

"Menn eiga alltaf að leika til sigurs" - 23.2.2012

Blaðamannafundurinn fyrir vináttulandsleik Japans og ísland var fjölmennur, hátt í eitt hundrað fulltrúar fjölmiðla voru mættir til að varpa spurningum til þjálfaranna tveggja.  "Menn eiga alltaf að leika til sigurs, það er ekki síður mikilvægt að fá menn til að hugsa eins og sigurvegara" sagði þjálfari íslenska landsliðsins, Lars Lagerbäck.

Lesa meira
 
Halgi Valur Daníelsson

"Við reynum auðvitað að vinna leikinn" - 23.2.2012

Helgi Valur Daníelsson, leikmaður AIK í Svíþjóð, var í viðtali við japanska fjölmiðla eftir æfingu í dag. Aðspurður um væntingar til leiksins við Japan á föstudag hafði hann þetta að segja: "Við reynum auðvitað að vinna leikinn, þannig að markmiðið er sigur."

Lesa meira
 
300px-Nagai_stadium20040717

Leikur Japans og Íslands sýndur á Stöð 2 Sport - 23.2.2012

Vináttulandsleikur Japans og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun, föstudaginn 24. febrúar. Leikurinn hefst kl. 10:20 að íslenskum tíma en útsendingin hefst 10 mínútum fyrr.

Lesa meira
 
Hungary_FA

A karla - Vináttulandsleikur gegn Ungverjum í júní 2013 - 23.2.2012

Karlalandslið Íslands og Ungverjalands munu mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, mánudaginn 3. júní 2013. Þessi leikur er hluti af samkomulagi knattspyrnusambanda Íslands og Ungverjalands sem gert var á síðasta ári en þá mættust þjóðirnar í vináttulandsleik ytra þar sem Ungverjar fóru með sigur af hólmi.

Lesa meira
 

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög